Nýjast á Local Suðurnes

Karnivalstemning á Opna deginum á Ásbrú á Uppstigningardag

Það verður sannkölluð karnivalstemning á Opna deginum á Ásbrú í Reykjanesbæ á Uppstigningardag.

Það verða alls konar skemmtilegar uppákomur í boði, stórsöngvarinn og hagfræðingurinn Jónsi verður partýstjóri og kynnir og tekur auðvitað lagið. Ævar vísindamaður gerir tilraunir, alvöru kafbátaleitarflugvél verður til sýnis og svo verður allt þetta venjulega sem er algjörlega nauðsynlegt í boði; kleinuhringjabíll, hoppukastali, draugahús, candy floss og kaffihúsastemning.

Hægt verður að skoða frumkvöðlasetrið Eldey og skyggnast inn á námskynningu hjá Keili.