Nýjast á Local Suðurnes

Vogabúar með þrettándagleði í dag – Allir yngri en 12 ára fá glaðning

Eins og í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum var þrettándagleðinni frestað í Vogum og þar sem veðurspáin fyrir daginn í dag er fín verður þrettándagleðin haldin í dag kl 17:00.

Þá lítur dagskráin svona út:
Kyndlaganga ásamt kóngi og drottningu í broddi fylkingar, hefst við félagsmiðstöð kl 17:00. Gengið verður niður Hafnargötuna, inn á göngustíg í átt að skólanum og endað hjá brennunni við skólann. Brennan er í boði Lions.

Eftir brennuna verður haldið í Tjarnarsalinn, þar sem verður smá gleði, sungið og dansað. 10. bekkur verður með kaffi og kakósölu til styrktar lokaferðarinnar sinnar.

Allir 12 ára og yngri fá glaðning.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjá skemmtilega búninga.