Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða börnum að æfa íþróttir frítt í einn mánuð

Keflavík, Njarðvík og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar bjóða börnum að prufa íþróttir í Reykjanesbæ í einn mánuð án endurgjalds. Er þetta liður í verkefninu Vertu memm, sem miðar að því að fjölga iðkendum af erlendum uppruna í tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Prufutímarnir standa Íslenskum börnum einnig til boða.

Reykjanesbær styður vel við íþróttaiðkun barna og unglinga og greiðir til að mynda 35.000 krónur á ári í hvatagreiðslur fyrir foreldra til að greiða æfingagjöld í íþróttum og tómstundum. Nánari upplýsingar má finna hér.