The Voice: Ellert komst áfram – Hjörleifur datt út

Fyrsta beina útsendingin af þremur frá The Voice Iceland fór fram fyrir fullum sal af spenntum áhorfendum í gærkvöld. Tveir Suðurnesjamenn, þeir Ellert Heiðar og Hjörleifur Már, voru á meðal þeirra sextán sem kepptu um atkvæði áhorfenda og val dómara. Báðir voru í liði Helga Björns, þannig að litlar líkur voru á að báðir kæmust áfram.
Ellert Heiðar söng lagið Without You með Harry Nilsson og var valinn áfram með símakosningu, hann mun því verða á meðal þeirra átta sem stíga á Voice sviðið í Atlantic Studeos á Ásbrú næsta föstudag.
Sem fyrr er hægt að tryggja sér miða hér.