Nýjast á Local Suðurnes

Góður liðsmaður og prýðis piltur yfirgefur Njarðvík

Julijan Rajic og stjórn körfuknattleiksdeildar hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins. Julijan mun þó ekki fara langt því Hamar hafa boðið Julijan samning og mun hann klára tímabilið í Hveragerði í 1. deildinni.

Julijan verður seint sakaður um að vera ekki góður liðsmaður og prýðis piltur í alla staði, segir í tilkynningu frá Njarðvík, en hraður leikur liðsins var kannski það helsta sem að vafðist fyrir Julijan og því var ákveðið að leyfa honum að finna sér nýtt verkefni.  Julijan er þakkað fyrir sín störf fyrir klúbbinn og honum óskað velfarnaðar á nýjum stað.