Nýjast á Local Suðurnes

Gerðu ráð fyrir hagnaði Reykjaneshafnar en tapa 200 milljónum króna

Fyrir liggur að óreglulegar tekjur upp á rúmar 400 milljónir króna, sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2019, skila sér ekki á þessu fjárhagsári.

Rekstrarniðurstaða fjárhagsáætlunarinnar breytist því úr því að vera jákvæð upp á 213.951.000.- krónur í það að vera neikvæð um 194.049.000,- krónur.

Breyting á fjárhagsáætluninni í þessa veru var samþykkt samhljóða á síðasta fundi stjórnar hafnarinnar.