Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss
Lögreglan á Suðurnesjum og sjúkralið hafa verið kölluð út vegna áreksturs við Rósaselstorg, skammt frá flugstöð Leifs Eiríkssonar og er Reykjanesbraut lokuð að þeim sökum. Umferð er beint inn í Reykjanesbæ um Gróf á meðan á lokuninni stendur.
Á þessari stundu er ekki vitað um alvarleika slyssins né heldur hvort einhverjir eru slasaðir.