Nýjast á Local Suðurnes

Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Tveggja bíla árekstur varð á Reykja­nes­braut núna fyr­ir skemmstu og er mikill viðbúnaður á vettvangi.

Átta til tíu manns voru fluttir á sjúkrahús, en ekki er  vitað hversu al­var­lega fólkið er slasað seg­ir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is.

Viðbúnaður á vett­vangi er mjög mik­ill að sögn sjón­ar­votta. Um tíma voru þar fimm sjúkra­bíl­ar, dælu­bíll slökkviliðsins og lög­reglu­bíl­ar. Verið er að beina um­ferð annað á meðan vinna á vett­vangi fer fram.

Í til­kynn­ingu frá lög­reglu vegna slyss­ins kem­ur fram að um­ferð verði lokað á Reykja­nes­braut inn í Hafn­ar­fjörð, (aust­ur). Um­ferð í hina átt­ina verði stjórnað fram­hjá vett­vangi þannig að það sé ekki al­veg lokað í aðra átt­ina. Það megi þó bú­ast við um­ferðart­öf­um á meðan aðgerðir á vett­vangi fara fram.