sudurnes.net
Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut - Local Sudurnes
Tveggja bíla árekstur varð á Reykja­nes­braut núna fyr­ir skemmstu og er mikill viðbúnaður á vettvangi. Átta til tíu manns voru fluttir á sjúkrahús, en ekki er vitað hversu al­var­lega fólkið er slasað seg­ir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is. Viðbúnaður á vett­vangi er mjög mik­ill að sögn sjón­ar­votta. Um tíma voru þar fimm sjúkra­bíl­ar, dælu­bíll slökkviliðsins og lög­reglu­bíl­ar. Verið er að beina um­ferð annað á meðan vinna á vett­vangi fer fram. Í til­kynn­ingu frá lög­reglu vegna slyss­ins kem­ur fram að um­ferð verði lokað á Reykja­nes­braut inn í Hafn­ar­fjörð, (aust­ur). Um­ferð í hina átt­ina verði stjórnað fram­hjá vett­vangi þannig að það sé ekki al­veg lokað í aðra átt­ina. Það megi þó bú­ast við um­ferðart­öf­um á meðan aðgerðir á vett­vangi fara fram. Meira frá SuðurnesjumNjarðvík úr leik í Powerade-bikarnum – Ekkert stig af bekknumSkemmti­bát­ur sökk við Vog­astapa – Tveir fluttir á sjúkrahús með þyrluLögregla varar við svindli á bílasölusíðum á netinuÁtta buxna flugfarþeganum meinað að fljúga með öðru flugfélagiBjörn Steinar í þjálfarateymi GrindavíkurLeikskóli í Njarðvík í tveggja daga sóttkvíÞrír fluttir á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur“Hættur að skríða á eftir opinberum aðilum”Lét sig húrra í átt að gosinu með svifvængYfir 200 manns mættu í árlega göngu Bláa lónsins og Grindavíkurbæjar