Nýjast á Local Suðurnes

Stórtjón á bifreið sem lagt var við Krossmóa – Eigandinn leitar vitna

Stórtjón var unnið á bifreið sem lagt var við Krossmóa í Reykjanesbæ með sprunginn hjólbarða í nótt og leitar eigandinn vitna að atburðinum. Líklegt er að stórri bifreið hafi verið ekið á þá kyrrstæðu. Frá þessu greinir eigandi skemmdu bifreiðarinnar í íbúahópnum Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri, en þar má sjá betri myndir og nánari upplýsingar um staðsetninguna.

Frambretti bifreiðarinnar og hurð eru mikið skemmd. Eigandinn hvetur vitni að ákeyrslunni til að gefa sig fram við lögregluna á Suðurnesjum.