Afgreiddi sig sjálfur en sleppti því að greiða

Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar allsérstakt þjófnaðarmál þar sé maður er talinn hafa nýtt sér sjálfsafgreiðslukerfi í verslun á Suðurnesjum með óheiðarlegum hætti.
Á eftirlitsmyndavélum sést hvar karlmaður fyllir innkaupakerru af varningi í versluninni áður en hann gengur að sjálfsafgreiðslukassa. Þar tekur hann burðarpoka sem hann leggur yfir vörurnar í kerrunni og hverfur svo á braut án þess að borga.
Þjófnum tókst að hafa með sér 19 pakka af kjúklingabringum, kassa af Pepsi Max og mikið magn af matvælum og hreinlætisvörum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur grun um að þjófurinn hafi einnig stolið varningi með þessum hætti á höfuðborgarsvæðinu.