Nýjast á Local Suðurnes

Víðir lagði Keflavík eftir vítaspyrnukeppni – Njarðvík lá gegn ÍR

Víðismenn lögðu Keflvíkinga að velli í 64-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag. Víðir tryggði sér sæti í annari deildinni á síðasta tímabili, en Keflavík leikur í Inkasso-deildinni.

Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og ekkert var heldur skorað í framlengingu og því þurfti að grípa til vítakeppni. Víðismenn skoruðu úr 5 spyrnum á meðan Keflvíkingar nýttu 4.

Þá töpuðu Njarðvíkingar gegn ÍR-ingum í sömu keppni með 2 mörkum gegn engu, en leikið var í Reykjaneshöllinni. ÍR-ingar leika í Inkasso-deildinni á meðan Njarðvíkingar leika í 2. deild.