Nýjast á Local Suðurnes

Stojkovic skaut Víði á topp þriðju deildarinnar

Aleksandar Stojkovic sá til þess að Víðismenn sigruðu nágrannaslaginn í þriðju deildinni í knattspyrnu í kvöld, en hann skorað þrennu á tuttugu mínútna kafla í 4-1 sigri gegn Reyni.

Víðismaðurinn Helgi Þór Jónsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks eftir aðeins fimm mínútna leik. Aleksandar Stojkovic skoraði svo tvö mörk á tveimur mínútum, á 60. og 62. mínútu. Hann var svo aftur á ferðinni þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Sandgerðingar náðu að klóra í bakkann fimm mínútum fyrir leikslok, þar var að verki Alexander Aron Hannesson.

Víðismenn skelltu sér á topp deildarinnar með sigrinum, á meðan Reynismenn sitja í 5. sæti.