Nýjast á Local Suðurnes

Heimsleikarnir: Sara skaust upp í fjórða sæti

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir lenti í fjórða sæti í fjórðu grein einstaklingskeppni heimsleikana í crossfit, sem fram fara í Kaliforníu um þessar mundir, en í dag var keppt í 500 metra sjósundi.

Sara er því orðin efst íslensku keppendana, í fjórða sæti, en Annie Mist Þórisdóttir sem var efst fyrir sjósundið, endaði í sautjánda sæti og datt niður fyrir Söru í heildarstigum.

Keppni verður framhaldið á morgun, en þá verður keppt í þremur greinum.