Nýjast á Local Suðurnes

Heppnir Grindvíkingar náðu stigi í Kópavogi

Breiðablik og Grinda­vík gerðu marka­laust jafn­tefli í ní­undu um­ferð Pepsi-deild­ar karla í knatt­spyrnu í kvöld. Grindvíkingar þurfa því að hinkra aðeins eftir næstu atlögu að toppsætinu, en liðið er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Valsmönnum.

Blikar voru sterkari aðilinn á Kópavogsvelli í kvöld, en með mikilli baráttu tókst Grindvíkingum að halda hreinu. Þeir áttu þó sín færi, þegar líða tók á leikinn, en brást bogalistin að þessu sinni.