Nýjast á Local Suðurnes

Rizzani stækkar Suðurbyggingu til austurs

Ítalska verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher island ehf. mun sjá um framkvæmdir við stækkun Suðurbygginar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til austurs. Verkið var boðið út í desember síðastliðnum.

Framkvæmdarfélagið Arnarhvoll ehf.,
Ístak hf. og Rizzani de Eccher island ehf. í samstarfi við móðurfélagið Rizzani de Eccher S.p.A buðu í verkefnið og eftir yfirferð var tilboð frá Rizzani de Eccher metið hagstæðast og samþykkt þann 4. janúar 2022.