Nýjast á Local Suðurnes

Appelsínugul viðvörun tekur gildi síðar í dag

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Björgunarsveitin Suðurnes

Appelsínugul viðvörun hef­ur verið gef­in út um stór­an hluta lands­ins vegna vonsku­veðurs síðar í dag.

Búist er við að veðrið standi fram á nótt, en gert er ráð fyrir að vindur geti náð hátt í 30 m/s. Einnig er vert að nefna að það er nærri stórstreymt og vegna lágs loftþrýstings og áhlaðaneda má búast við óvenju hárri sjávarstöðu á flóði.