Nýjast á Local Suðurnes

Særð ugla í öruggum höndum “dýralöggu”

Þau eru af ýmsum toga verkefnin sem lögreglumenn þurfa að fást við en á meðal verkefna lögreglunnar þessa helgina var að koma særðri uglu undir dýralæknishendur. Það var “dýralöggan”, Sigvaldi Arnar Lárusson sem sá um að koma uglunni til dýralæknis á höfuðborgarsvæðinu.

Fólk sem var að viðra hundana sína í Reykjanesbæ nú fyrir stundu gengu fram á Uglu sem var föst í girðingu og er hún mikið særð á væng. Í þessum töluðu orðum er Uglan í öruggum höndum hjá “dýralöggunni” okkar á leið til dýralæknis í Reykjavík, segir á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.