Elvar nýliði ársins í Florida – Sló skólametið í stoðsendingum
Njarðvíkingurinn Elvar Friðriksson sem leikur með Barry háskólanum í bandarísku háskóladeildinni í körfuknattleik var valinn nýliði ársins í SSC-deildinni. Þá var hann einnig valinn í lið ársins.
Elvar hefur átt frábært tímabil með liði Barry, hann er með flestar stoðsendingar í leik í deildinni, eða 8,5 að meðaltali í leik auk þess að skora 10.4 stig í leik, þá hefur hann verið að stela 1,6 boltum í leik. Elvar átti alls 229 stoðsendingar á tímabilinu sem mun vera nýtt skólamet.
Lið Barry er komið ú undanúrslit keppninnar og leikur gegn liði Saint Leo í Daytona Beach á laugardag.
Skoða má tölfræði Njarðvíkingsins unga og lesa meira um afrek hans á tímabilinu hér.