Glæsilegar stoðsendingar og körfur Elvars Más – Myndband!

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur látið varnarmenn mótherjanna finna vel fyrir sér í bandaríska háskólaboltanum í körfu og átti enn einn stórleikinn í nótt með liði sínu, Barry gegn Florida Tech, í úrslitakeppni SSC-deildarinnar.
Íþróttadeild Barry háskóla birti myndband af því helsta sem gerðist í leiknum og er óhætt að segja að Elvar Már hafi staðið sig með sóma, en kappinn kemur eitthvað við sögu í nær öllum myndbrotunum sem sýnd eru í myndbandinu, sem finna má hér fyrir neðan.