Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már í eldlínunni í kvöld – Sjáðu leikinn í beinni!

Elvar Már Friðriksson

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur staðið sig frábærlega með liði sínu Barry háskóla, það sem af er tímabilinu í bandarísku háskóladeildinni í körfuknattleik. Njarðvíkingurinn ungi hefur skorað 15,7 stig að meðaltali í leik, gefið 7,6 stoðsendingar, er með fjóra stolna bolta, auk þess sem hann tekur 3,8 fráköst að meðaltali í leik.

Þá hefur Elvar Már verið valinn leikmaður vikunnar í SSL-deildinni undanfarnar tvær vikur.

Elvar Már og félagar leika á útivelli gegn Rollins háskóla í kvöld og verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á vefsíðu heimaliðsins. Leikurinn hefst klukkan 19:30 að staðartíma eða klukkan 00:30 á íslenskum tíma.