Grunaður um fíkniefna- og ölvunarakstur sparkaði í lögeglumann og tók á sprett
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina ætlaði að stinga af og tók því á sprett út í móa. Honum voru gefin fyrirmæli um að stöðva för sína en hann sinnti þeim ekki. Lögreglumaður hljóp hann þá uppi. Ökumaðurinn náði að sparka í hann svo á honum sá áður en að hann var handtekinn og færður á lögreglustöð.
Ökuþórinn er grunaður um fíkniefna- og ölvunarakstur.