Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjahótelin skora hátt á bókunarvefsíðum – Dýrasta nóttin kostar milljón

Hótel Berg við smábátahöfnina

Geo hótel í Grindavík fékk á dögunum viðurkenningu frá einni stærstu bókunarvefsíðu heims, Hotels.com, í flokki sem kallast „Loved by our guests awards”. Fékk hótelið gullverðlaun en á Hotels.com stendur einkunn þess í 4,7 af 5. Þá barst hótelinu einnig viðurkenning frá Trip Advisor á dögunum, „Certificate of excellence”. Þá veitti Booking.com hótelinu nýlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi ár en umsagnareinkunn gesta síðunnar er til marks um afburða frammistöðu hótelsins. Er Geo hótel með einkunnina 9,1 á vefsíðunni.

Hótel Berg og Hótel Keflavík fengu einnig viðurkenningu frá Trip Advisor á dögunum, en hótelin tvö eru með svokallaðann “Travellers Choice 2016” stimpil, þann stimpil fá einungis um 7.000 hótel á heimsvísu, en um ein milljón hótela um allan heim eru skráð í gagnagrunn Trip Advisor. Hótel Keflavík er eina hótelið á Suðurnesjum sem rataði á topp 10 lista Trip Advisor yfir bestu hótel landsins, en hótelið situr þar í fimmta sæti.

Auglýsing: Bókaðu besta útsýnið í bænum

Einkunnargjöfin á bókunarsíðunum er byggð á umsögnum gesta og skora flest hótel og gististaðir á Suðurnesjum hátt, þannig fá flestir gististaðir á Reykjanesi um og yfir 4 í einkunn á Trip Advisor, sem gefur hæst 5 og á Booking.com fá flestir gististaðir á Reykjanesi um og yfir 9 af 10 mögulegum, sem þýðir einfaldlega “framúrskarandi þjónusta”.

Lausleg könnun Sudurnes.net sýnir að hægt er að fá gistinu á Suðurnesjum í öllum verðflokkum, þannig er ódýrasta nóttin á svokölluðum Bed & Breakfast gistingum á um 11.000 krónur en dýrasta nóttin á Diamond Suites, eina fimm stjörnu hóteli landsins, á rétt tæpa eina milljón. Algengasta verðið fyrir nótt á hóteli á Suðurnesjum er á bilinu 22 – 35.000 krónur.

Dýrasta nóttin á Diamond Suites kostar um eina milljón króna

Dýrasta nóttin á Diamond Suites kostar um eina milljón króna

Veitingastaðirnir fá einnig flottar einkunnir

Veitingastaðir á Suðurnesjum skora einnig hátt á Trip Advisor, en hvorki fleiri né færri en sex staðir hafa fengið „Certificate of excellence” hjá ferðavefsíðunni, þar á meðal Kaffi Duus og Fernando´s Pizza, sem fá 4,5 stjörnur af 5 mögulegum. Þá komast Langbest, Thai Keflavík, Olsen Olsen og Ráin einnig á „Certificate of excellence” listann.

Þá virðist vera af nógu að taka þegar kemur að því að drepa tímann á Reykjanesi, Víkingaheimar fá góða umsögn á Trip Advisor en safnið fékk “Travellers Choice” verðlaun árið 2015, Duus Safnahús og Gunnuhver hafa „Certificate of excellence”, byggt á umsögnum gesta.