Nýjast á Local Suðurnes

Erlingskvöld í bókasafni og beinu streymi

Fimmtudagskvöldið 25. mars klukkan 20:00 verður Erlingskvöld í Bókasafni Reykjanesbæjar og í beinu streymi frá Facebook síðu safnsins.

 Vegna fjöldatakmarkana í húsi er nauðsynlegt að skrá mætingu, en það má gera hér SKRÁ MÆTINGU  

Dagskráin í ár verður glæsileg sem endra nær. Rithöfundarnir Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Benný Sif Íslefsdóttir og Ragnar Jónasson koma og lesa úr sínum nýjustu bókum. Tónlistaratriðið í ár er með beina tengingu á Suðurnesin en það er hún Fríða Dís sem kemur fram og flytur nokkur lög. Það kostar ekkert á viðburðinn og öll eru velkomin!