Nýjast á Local Suðurnes

Rýma gossvæði – Fólk sem hlítir ekki tilmælum verður eftir á eigin ábyrgð

Unnið er að rýmingu á gossvæðinu í Fagra­dals­fjalli þar sem gasmeng­un er tal­in í þann mund að verða lífs­hættu­leg vegna breyttr­ar vindátt­ar.

Á þriðja tug lög­reglu- og björg­un­ar­sveit­ar­manna eru þar að störfum samkvæmt frétt á vef mbl.is. Svæðið á að vera mannlaust um klukkan 19 í kvöld og hefur mbl.is eftir lögreglu að hver sá sem hlíti ekki til­mæl­um um að yfirgefa svæðið verði eft­ir á eig­in ábyrgð.