Nýjast á Local Suðurnes

Framkvæmdastjóri Kadeco setur íbúðina á sölu – Afar falleg og vel skipulögð eign

Nýráðinn framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, Marta Jónsdóttir hefur sett íbúð sína á sölu. Um er að ræða rúmlega 90 fermetra, þriggja herbergja íbúð, á besta stað í Kópavogi.

Íbúðin, sem er hin glæsilegasta, er flísa- og parketlögð og afar stílhrein eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, en ásett verð er tæplega 44 milljónir króna. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.