Nýjast á Local Suðurnes

2.500 enn á atvinnuleysisbótum

Atvinnuleysi heldur áfram að lækka í Reykjanesbæ, en það minnkaði um 1% á milli mánaða og hefur því minnkað um 2,6% frá áramótum.

Þetta kom fram í máli verkefnastjóra atvinnu- og viðskiptaþróunar Reykjanesbæjar sem mætti á fund atvinnu- og menningarráðs sveitarfélagsins og fór yfir atvinnuleysistölur. Fjöldi atvinnuleitenda á skrá Vinnumálastofnunar um mánaðarmótin var 2.480 og hafði fækkað um 115 á milli mánaða.