Auglýsa eftir flaggara

Grindavíkurbær leitar að einstaklingi eða félagasamtökum til að sjá um að flagga á fánastöngum Grindavíkurbæjar sem eru á eftirfarandi stöðum:
a) Hóll við Gerðavelli
b) Festi
c) Víðihlíð / Miðgarð
d) Niður Víkurbraut og Ránargötu
Á fánastöngum a, b og c skulu fánar drengir að húni á lögboðnum fánadögum sem eru:
- Nýársdag
- Föstudaginn langa (eingöngu dregið í hálfa stöng)
- Páskadag
- Sumardaginn fyrsta
- 1. maí (Verkalýðsdagurinn)
- Hvítasunnudag
- Sjómannadaginn
- 17. júní (þjóðhátíðardaginn)
- 16. nóvember (dag íslenskrar tungu)
- 1. desember (fullveldisdaginn)
- Jóladag
- Fæðingardagur forseta Íslands (núna 26. júní)
Flagga skal á fánastöngum Grindavíkurbæjar þegar andlát verður í Grindavík og eins þegar um útfarir er að ræða.
Á fánastöngum d eru fánar eingöngu dregnir að húni 17. júní og í tengslum við Sjóarann síkáta.
Áhugasömum er bent á að gefa sig fram við sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs fyrir 1. apríl nk. gegnum netfangið eggert@grindavik.is.