Nýjast á Local Suðurnes

GeoSilica og Fida abu Libde verðlaunuð í frumkvöðlakeppni

Íslensku úrslitin í norrænu frumkvöðlakeppninni Nordic Startup Awards voru kynnt þriðjudaginn 26. apríl á Nýsköpunarhádegi sem haldin eru á vegum Icelandic Startups, Nýherja og Stjórnvísi. GeoSilica og Fida Abu Libde, stofnandi fyrirtækisins, hlutu verðlaun í keppninni að þessu sinni, í flokkunum “Best Bootstrapped” og Stofnandi ársins.

Nordic Startup Awards vinnur með leiðandi aðilum í sprotasenunni í hverju norðurlandi fyrir sig. Umsjónaraðili verðlaunanna hér á landi er Icelandic Startups sem mun sjá um framkvæmd norræna lokaviðburðarins í Hörpu 31. maí næstkomandi.