Nýjast á Local Suðurnes

Ókeypis rútuferð á Oddaleik Njarðvíkur og KR

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og SBK munu bjóða stuðningsmönnum liðsins upp á rútuferð í vesturbæinn annað kvöld, á oddaleik Njarðvíkur og KR. Ferðin verður stuðningsmönnum Njarðvíkinga að kostnaðarlausu en þar sem einungis er um eina rútu að ræða verður að staðfesta sæti.

Njarðvíkingar biðja þá sem ætla að nýta sér þetta tækifæri vinsamlegast um að skrá sig með því að skilja eftir nafn, símanúmer og fjölda sæta sem óskað er eftir í athugasemd við færslu á facebook síðu félagins.

Lagt verður af stað frá Ljónagryfjunni kl 17:15.