Miklar tafir á Reykjanesbraut
Miklar tafir eru á umferð um Reykjanesbraut frá Hafnarfirði áleiðis til Keflavíkur vegna framkvæmda og flutnings á göngubrú.
Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar, en þar segir að tafir geti orðið á umferð um svæðið til klukkan 18 í dag.