Nýjast á Local Suðurnes

Taka ekki á móti viðskiptavinum af höfuðborgarsvæðinu

Í kjölfar hertra samkomutakmarkana á höfuðborgarsvæðinu má búast við að íbúar þess svæðis sæki þá þjónustu sem þar verður lokað fyrir í nágrannasveitarfélögin, meðal annars hingað til Suðurnesja.

Forráðamenn hársnyrtistofunnar Carino í Reykjanesbæ hafa þannig tekið ákvörðun um að þjónusta ekki fólk sem ferðast frá höfuðborginni í þeim tilgangi að nýta þjónustu fyrirtækisins fyrr en sóttvarnaryfirvöld gefa til þess leyfi. Tilkynningu þessa efnis sem birt er á fésbókarsíðu hársnyrtistofunnar má sjá hér fyrir neðan.

Posted by Hársnyrtistofan Carino on Wednesday, 7 October 2020