Nýjast á Local Suðurnes

Jólaskiptimarkaður í bókasafni Reykjanesbæjar

Jólaskiptimarkaður verður í bókasafninu í Reykjanesbæ fimmtudaginn 5. desember frá klukkan 16.00 – 20.00. Þar geta allir mætt með notuð (en vel farin) leikföng, spariföt og tekið sér nýja/notaða hluti heim í staðinn.
Í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar segir að hér sé kjörið tækifæri fyrir fólk til þess að losa sig við hluti fyrir jólin og ná sér í jólagjafir. Þá er fólki bent á að koma skilaboðunum áleiðis til jólasveinanna enda sé markaðurinn fullur af sniðugum gjöfum í skóinn!