Nýjast á Local Suðurnes

Ekkert heitt vatn á hluta Ásbrúar – Gera sitt allra besta í viðgerðum

Lokað verður fyrir heitt vatn á stórum hluta Ásbrúar fram á kvöld vegna bilunnar.

Viðskiptavinir sem eru með skráð símanúmer hjá HS Veitum hafa fengið send SMS með tilkynningu. Í tilkynningu er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem heitavatnsleysi hefur í för með sér. Starfsmenn gera sitt allra besta til þess að koma heita vatninu á að nýju.