Nýjast á Local Suðurnes

Flugvél WOW-air skemmdist lítillega þegar bifreið rann á hana

Bif­reið sem sér um að flytja far­ang­ur í flug­vél­ar rann á flug­vél Wow air sem átti að fara til Kaup­manna­hafn­ar snemma í morg­un með þeim af­leiðing­um að vél­in skemmd­ist lít­il­lega. Þetta atvik mun hafa áhrif á um 380 farþega WOW-air sem mun seinka um nokkrar klukkustundir.

„Þetta var bara óhapp. Það eru mann­leg mis­tök sem þarna ger­ast. Það er búið að upp­lýsa farþega mjög vel, bæði með SMS og tölvu­póst­um,“ seg­ir upplýsingafulltrúi WOW-air við mbl.is