Flugvél WOW-air skemmdist lítillega þegar bifreið rann á hana
Bifreið sem sér um að flytja farangur í flugvélar rann á flugvél Wow air sem átti að fara til Kaupmannahafnar snemma í morgun með þeim afleiðingum að vélin skemmdist lítillega. Þetta atvik mun hafa áhrif á um 380 farþega WOW-air sem mun seinka um nokkrar klukkustundir.
„Þetta var bara óhapp. Það eru mannleg mistök sem þarna gerast. Það er búið að upplýsa farþega mjög vel, bæði með SMS og tölvupóstum,“ segir upplýsingafulltrúi WOW-air við mbl.is