Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjaliðin áfram í 16 liða úrslit Powerade-bikarsins

Earl Brown Jr. var rekinn frá Keflavík þrátt fyrir að hann hafi skorað 25 stig að meðaltali í leik og tekið 12 fráköst

Hauk­ur Helgi Páls­son, nýr leikmaður Njarðvík­inga, skoraði sig­ur­körf­una í bikarleik gegn sterku liði Tinda­stóls í sínum fyrsta heimaleik með Njarðvíkingum í Ljóna­gryfj­unni. Njarðvík sigraði leikinn 66:63 og tryggðu sér þar með sæti í 16 liða úrslitum Powerade-bikarsins.

Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi, Tinda­stóll var í sókn í stöðunni 63:63 og um 20 sek­únd­ur eft­ir, Helgi Rafn Viggós­son hitti ekki og Njarðvík­ing­ar keyrðu fram völl­inn, Haukur sem var einn og óvaldaður setti þriggja stiga skotið niður. Tindastólsmenn fengu tækifæri til að jafna leikinn en skot þeirra frá miðju vildi ekki niður.

Hauk­ur Helgi Páls­son var stigahæstur Njarðvíkinga með 20 stig, Marquise Simmons skoraði 14 og Logi Gunn­ars­son 10.

Keflvíkingar fara í 16 liða úrslitin eftir að hafa lagt lið KV með átta­tíu stiga mun 136:56 á heima­velli KV í Kenn­ara­há­skól­an­um.

Earl Brown Jr. skoraði 36 stig og tók ​9 frá­köst, Magnús Þór Gunn­ars­son skoraði 17 stig.

Í Grindavík tóku heimamenn á móti liði FSu, sá leikur náði aldrei að verða spennandi og unnu Grindvíkingar leikinn með 20 stiga mun, 91-71.

Eric Ju­li­an Wise skoraði 32 stig, Jón Axel Guðmunds­son 18 og Páll Axel Vil­bergs­son 15.