Nýjast á Local Suðurnes

Dramatískur Keflavíkursigur í háspennuleik

Earl Brown Jr. var rekinn frá Keflavík þrátt fyrir að hann hafi skorað 25 stig að meðaltali í leik og tekið 12 fráköst

Keflvíkingar halda toppsæti Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Hafnarfirði í kvöld. Hauk­ar voru hárs­breidd frá því að tryggja sér sig­ur­inn á loka­sekúndum venju­legs leiktíma, skot­klukk­an hafði hins veg­ar runnið út rétt áður en skotið reið af og því var karf­an ekki dæmd gild.

Keflvíkingar komu sterkir til leiks og höfðu betur að loknum fyrsta leikhluta 25-21, en heimamenn komu sterkir inn í annan leikhluta og staðan í hálfleik 43-39, Haukunum í vil.

Haukar voru svo skrefi á undan það sem eftir lifði leiks. Þeir voru þremur stigum yfir þegar tvær mínútur voru til leiksloka, 73-30. Lokamínúturnar voru svo æsispennandi eins og segir að ofan og  þurfti að grípa til framlengingar þar sem Keflvíkingar reyndust sterkari aðilinn og höfðu að lokum þrigja stiga sigur, 88-85.

Earl Brown Jr. var langstigahæstur Keflvíkinga með 32 stig, Guðmund­ur Jóns­son skoraði 17 stig og tók 8 frá­köst, Reggie Dupree skoraði 11.