Nýjast á Local Suðurnes

Glimrandi góð stemning á Hrekkjavöku í Innri-Njarðvik – Myndband!

Hrekkjavakan hefur skipað stóran sess í lífi barna (og fullorðina) í Innri-Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar undanfarin ár og það var engin breyting þar á í gær þegar flottar fígúrur röltu um götur hverfisins og þáðu sælgæti af íbúum sem leggja sig fram við að skapa deginum flotta umgjörð.

Sighvatur Jónsson, fréttamaður og leikstjóri, fangaði stemninguna og birti á Fésbókarsíðu sem heldur utan um gerð heimildarmyndar um Þrettándagleði í Vestmannaeyjum. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.