Nýjast á Local Suðurnes

Erindi um skipulagsbreytingar við Pósthússtræti frestað eftir flakk á milli ráða og nefnda

Mynd: Já.is - Pósthússtræti í Reykjanesbæ

Erindi um skipulagsbreytingu, sem Mannvit ehf. lagði fram fyrir hönd eigenda að lóðum við Pósthússtræti 5, 7 og 9 í Reykjanesbæ var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins í síðustu viku.

Skipulagsbreytingin, sem kemur fram á uppdrætti dagsettum 2. júlí 2018, var fyrst tekin var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á fundi þann 12. júlí 2018. Erindið fór í grenndarkynningu og mótmæli bárust, sem var svarað og erindið samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 26. október 2018.

Þá var fundur var haldinn þann 22. október 2018 með íbúum Pósthússtrætis 1 og 3, þar sem staða málsins var kynnt. Bæjarstjórn ákvað svo á fundi sínum þann 06.11.2018 að vísað málinu í bæjarráð sem svo aftur vísaði því til umhverfis- og skipulagsráðs viku síðar, eftir að framkvæmdaaðili lagði fram nokkrar breytingar til þess að komast til móts við andmæli nágranna.

Þær breytingar sem lagðar voru til eru að fjarlægð milli húsa við Pósthússtræti 3 og 5 verði aukin til jafns við fjarlægðir milli húsa nr. 5,7 og 9. Húsið minnkar um 60 fermetra og á stiga við lóðamörk verða opin rimlahandrið en ekki steypt. Bílastæðakrafa verður aukin í tvö stæði á lóð í samræmi við gildandi deiliskipulag með því að bílastæðakjallari stækkar. Þá lætur Reykjanesbær vinna tillögur að mótvægisaðgerðum vegna vindstrengja á lóð.

Umhverfis- og skipulagsráð frestaði erindinu enn á ný og óskaði eftir nánari gögnum.