Samherji fær að tvöfalda stærð fiskeldis

Matvælastofnun (MAST) hefur veitt Samherja fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Stað við Grindavík, að því er segir í tilkynningu frá stofnuninni.
Þar segir að Samherji fiskeldi hafi sótt um stækkun á rekstrarleyfi fyrir 3.000 tonna seiða- og matfiskseldi á laxi og bleikju. Er það stækkun upp á 1.400 tonn, en áður var fyrirtækið með rekstrarleyfi fyrir 1.600 tonna seiða- og matfiskeldi á laxi og bleikju.
Ekki var talin þörf á umhverfismati vegna framkvæmda Samherja á stað og engar athugasemdir bárust stofnuninni um fyrirhugaða stækkun.