Nýjast á Local Suðurnes

Samherji fær að tvöfalda stærð fiskeldis

Mynd: Heimasíða Samherja / Eldisstöð Grindavík

Mat­væla­stofn­un (MAST) hef­ur veitt Sam­herja fisk­eldi ehf. rekstr­ar­leyfi til fisk­eld­is að Stað við Grinda­vík, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni.

Þar seg­ir að Sam­herji fisk­eldi hafi sótt um stækk­un á rekstr­ar­leyfi fyr­ir 3.000 tonna seiða- og mat­fisk­seldi á laxi og bleikju. Er það stækk­un upp á 1.400 tonn, en áður var fyr­ir­tækið með rekstr­ar­leyfi fyr­ir 1.600 tonna seiða- og mat­fisk­eldi á laxi og bleikju.

Ekki var talin þörf á umhverfismati vegna framkvæmda Samherja á stað og eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust stofn­un­inni um fyr­ir­hugaða stækk­un.