Nýjast á Local Suðurnes

Slökkt á gatnalýsingu í sumar – Verður “rómó” tímabil í lok júlí

Slökkt verður á gatnalýsingu í Reykjanesbæ frá 1.juní – 1.ágúst, í sparnaðarskyni. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson forstöðumaður Umhverfissviðs Reykjanesbæjar tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum, og sagði á léttu nótunum að fáir myndu taka eftir þessu og að þessi ráðstöfun væri ekki tilkomin vegna vanskila sveitarfélagsins við HS Orku.

“…frá 1.juní – 1.ágúst höfum við slökkt á gatnalýsingunni í Reykjanesbæ. Hér er því hvorki um bilun að ræða eða búið að loka á okkur. Munu eflaust fáir bæjarbúar finna fyrir þessu nema kanski í lok júlí þá verður þetta smá “rómó”. Öll lýsing ætti svo að vera tendruð og yfirfarin áður en skólar byrja aftur. Njótið sólarinnar..”