Sér fyrir endann á framkvæmdum við Þjóðbraut
Brátt sér fyrir endann á framkvæmdum við Þjóðbraut, en opnað verður fyrir umferð eigi síðar en mánudaginn 7. október, samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Malbikun er lokið og unnið er hörðum höndum við frágang hringtorgs og nærumhverfis nýs hluta Þjóðbrautar. Starfsmenn Umhverfis- og framkvæmdasviðs þakka fyrir þá þolinmæði sem íbúar hafa sýnt þessari mikilvægu framkvæmd og þeim töfum á umferð sem hún hefur valdið undanfarið.