Nýjast á Local Suðurnes

Steingleymdi hringtorgi og ók upp á það

Ökumaður sem var á ferð eftir Reykjanesbraut í fyrradag ók utan í vegrið og hafnaði utan vegar. Ökumaðurinn sagðist hafa sofnað undir stýri. Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum segir að bíllinn hafi ekki staðnæmst fyrr en hún var komin 77 metra frá veginum.

Þá var bifreið ekið upp á hringtorg í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem hún sat föst. Ökumaðurinn hafi sagst hafa verið svo upptekinn af því að fylgjast með umferðinni sem kom á móti honum að hann hefði steingleymt hringtorginu og ekið rakleiðis upp á það.