Nýjast á Local Suðurnes

Magnús Þór skiptir yfir í Skallagrím

Þessir tveir, Magnús Þór og Haukur Helgi tilkynntu báðir um félagaskipti í dag

Magnús Þór Gunnarsson, hefur ákveðið að breyta til og mun hann leika með Skallagrím í Borgarnesi á næsta tímabili. Magnús hefur áður leikið fyrir Skallagrím, en síðast var hann þar hluta af 2014-15 tímabilinu. Var hann þá með 15 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali í 11 leikjum fyrir félagið.

Magnúe hefur á ferli sínum hefur Magnús spilað yfir 500 leiki, 77 landsleiki og unnið 8 Íslands og bikarmeistaratitla. Það er Karfan.is sem greinir frá.