Nýjast á Local Suðurnes

Kjálkabrotinn og með opið beinbrot eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem átti sér stað í Reykjanesbæ í vikunni. Talið er að þrír piltar á aldrinum sautján til átján ára hafi lokkað jafnaldra sinn upp í bifreið og síðan gengið í skrokk á honum.

Það er vefmiðillinn Stundin sem greinir frá, en þar segir að pilturinn sem ráðist var á dvelji á Landspítalanum og sé tvíkjálkabrotinn, með opið beinbrot, brotna tönn og stóran skurð í vör en hann gekkst undir aðgerð í gær vegna áverka sinna.