Mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna farþegaþotu

Slökkviliðið er í viðbragðsstöðu sem og allir aðrir viðbragðsaðilar vegna farþegaþotu. Hún var á leið frá Gatwick-flugvelli í London til Edmonton í Kanada þegar flugmaðurinn tilkynnti Keflavíkurflugvelli um minnkað afl í öðrum hreyfli og óskaði eftir lendingu. Um er að ræða farþegaþotu frá kanadíska flugfélaginu WestJet, að því er Daily Express greindi frá.
Samkvæmt upplýsingum frá Isavia, sem mbl.is greinir frá, er flugvélin sem er af gerðinni Boeing 757, hringsólandi til að brenna eldsneyti og minnka þunga sinn en flughæfnin er óskert. Um borð eru 258 farþegar.
Hér má fylgjast með flugi þotunnar.
Lending vélarinnar er áætluð kl. 14.30 á Keflavíkurflugvelli. Þrír sjúkrabílar er reiðubúnir í Straumsvík sem hluti af viðbragðsáætlun og dregið hefur verið úr almennum sjúkraflutningum sem geta beðið á höfuðborgarsvæðinu á meðan.