Nýjast á Local Suðurnes

Mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna farþegaþotu

Slökkviliðið er í viðbragðsstöðu sem og all­ir aðrir viðbragðsaðilar vegna farþegaþotu. Hún var á leið frá Gatwick-flug­velli í London til Ed­mont­on í Kan­ada þegar flugmaður­inn til­kynnti Kefla­vík­ur­flug­velli um minnkað afl í öðrum hreyfli og óskaði eft­ir lend­ingu. Um er að ræða farþegaþotu frá kanadíska flugfélaginu WestJet, að því er Daily Express greindi frá.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Isa­via, sem mbl.is greinir frá, er flug­vél­in sem er af gerðinni Boeing 757, hring­sólandi til að brenna eldsneyti og minnka þunga sinn en flug­hæfn­in er óskert. Um borð eru 258 farþegar.

Hér má fylgj­ast með flugi þot­unn­ar.

Lend­ing vél­ar­inn­ar er áætluð kl. 14.30 á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þrír sjúkra­bíl­ar er reiðubún­ir í Straums­vík sem hluti af viðbragðsáætl­un og dregið hef­ur verið úr al­menn­um sjúkra­flutn­ing­um sem geta beðið á höfuðborg­ar­svæðinu á meðan.