Óska eftir tilnefningum um Bæjarlistamann Grindavíkur

Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar leitar eftir tilnefningum um Bæjarlistamann Grindavíkur 2016. Útnefningin verður tilkynnt í tengslum við Menningarviku Grindavíkurbæjar 12.-20. mars nk. Ábendingar þurfa að hafa borist frístunda- og menningarnefnd í síðasta lagi 1. febrúar 2016 á netfangið heimasidan@grindavik.is.
Óskað er eftir tilnefningum eða ábendingum frá Grindvíkingum um einstakling eða samtök listamanna í Grindavík, eða tengjast Grindavík á einn eða annan hátt, sem til greina koma að bera sæmdarheitið Bæjarlistamaður ársins 2016.
Listamenn sem eru, eða hafa verið búsettir í Grindavík, koma til greina. Listamenn sem ekki eru með lögheimili í Grindavík þurfa að tengjast bæjarfélaginu með einhverjum hætti. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum eða hópi.
Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur útnefnir annað hvert ár Bæjarlistamann Grindavíkur og annað hvert ár Menningarverðlaun Grindavíkur, samkvæmt nýsamþykktri Menningarstefnu Grindavíkur.
Bæjarlistamaður Grindavíkur:
2014 Halldór Lárusson
Menningarverðlaun Grindavíkur:
2015 Harpa Pálsdóttir
2013 Einar Lárusson
2012 Þorbjörn hf.
2011 Bryggjubræður, Aðalgeir og Kristinn Jóhannssynir
2010 Ómar Smári Ármannsson og Saltfisksetrið
Reglugerð um Bæjarlistamann Grindavíkur