Nýjast á Local Suðurnes

Flestir aka yfir hámarkshraða á Reykjanesbraut

Vegagerðin býður upp á ýmsa skemmtilega tölfræði á vef sínum og á meðal þess sem hægt er að fylgjast með eru umferðargreinar Vegagerðarinnar, en þar má meðal annars fylgjast með hraða bifreiða og sjá bil á milli bíla á hinum ýmsu stöðum um landið, nánast í rauntíma.

Séu þessar tölur skoðaðar má sjá að flestir aka yfir leyfilegum hámarkshraða á Reykjanesbraut og á Hellisheiði, en nærri má láta að rúmlega 6.000 af þeim tæplega 12.000 ökumönnum sem óku um Reykjanesbraut í gær hafi ekið yfir leyfilegum hámarkshraða, flestir á 100-110 km hraða, en nokkuð margir á yfir 120 km. hraða á klukkustund.

Áhugasamir geta fundið umferðagreini Vegagerðarinnar hér.