Nýjast á Local Suðurnes

Mikill munur á fasteignaverði á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu

Innri - Njarðvík

Gríðarlegur munur er á fasteignaverði á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesjasvæðisins – Fermetraverð í miðbæ Reykjavíkur er 511.000 krónur, á meðan fermetraverðið í Reykjanesbæ er 265.000 krónur.

Þetta kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins, sem kannaði ásett verð fasteigna sem eru um 70 til 120 fermetrar að stærð vítt og breitt um landið. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að einstaklingar í dag sem eru á leið út á fasteignamarkaðinn séu í mörgum tilvikum að leita sér að íbúð á þessu stærðarbili.

Verð á feretra í þeim sveitarfélögum sem réttara er að bera saman við Suðurnesjasvæðið, s.s. Kópavogi og Hafnarfirði er um 337.000 krónur í fyrrnefnda sveitarfélaginu og um 433.000 krónur í því síðarnefnda. Fermetraverð í Grindavík er 238.000 krónur, samkvæmt umfjöllun blaðsins.

Þá kemur fram í umfjöllun blaðsins að atvinnusóknarsvæði höfuð­borgar­­svæðisins hafi verið að stækka síðustu áratugina með bættum samgöngum. Er nú talað um að atvinnusóknarsvæðið nái um 45 mínútna akstursvegalengd frá Reykjavík.