Takmarkanir á umferð á hátíðarsvæði Ljósanætur
Takmarkanir verða á umferð gatna við hátíðarsvæði Ljósanætur frá föstudegi til sunnudags. Hátíðarsvæðið er sýnt á meðfylgjandi mynd.
Þungar lokanir á og umhverfis Hafnargötu taka gildi föstudaginn 5. september kl. 09:00 og þeim verður aflétt sunnudaginn 8. september kl. 13:00 ef frá er talin lokun við Ægisgötu sem verður aflétt kl. 19:00.
Í ár verður breytt staðsetning á föstudagssviði og kjötsúpunni frá Skólamat og fer dagskráin fram við Ráðhús Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12. Sömuleiðis verður sú nýbreytni að boðið verður upp á ókeypis barnadagskrá í skrúðgarðinum í Keflavík alla helgina. Af þessum sökum verður Tjarnargötu lokað á milli Kirkjuvegs og Vallargötu frá kl. 09:00-23:00 á föstudegi. Bílastæðin við skrúðgarðinn verða lokuð frá föstudagsmorgni til kl. 12:00 á sunnudag.
mynd og kort: Reykjanesbær.is